Hoppa yfir valmynd
21. september 2019

Deildarstjóri fjárhagsbókhalds

Deildarstjóri fjárhagsbókhalds

Landspítali auglýsir eftir einstaklingi, með mikla reynslu af reikningshaldi og fjármálastjórnun, til að leiða fjárhagsbókhald spítalans. Á deildinni er unnið að gerð vandaðs og áreiðanlegs reikningshalds ásamt því að veita upplýsingar til deilda innan spítalans og stofnana og fyrirtækja utan hans. Bókhald er fært í samræmt bókhaldskerfi ríkisstofnana, Orra og hluti tekjubókhalds er fært í Navision. Í fjárhagsbókhaldi starfa 19 starfsmenn og deildin tilheyrir fjármálasviði. 

Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem brennur fyrir málstað spítalans og hefur þekkingu og reynslu af starfssviðinu og sem er tilbúinn að leiða og efla starfsemi deildarinnar. Starfið er ábyrgðarmikið og krefjandi og reynir á frumkvæði, stefnumótandi hugsun og samskiptahæfni. 

Deildarstjóri fjárhagsbókhalds er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust 1. nóvember 2019 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Fagleg forysta um reikningshald Landspítala, gjalda- og tekju- og vörustýringarbókhald
» Aðkoma að mánaðar-, hálfsárs- og ársuppgjöri spítalans
» Stefnumótun og innleiðing verklags og ferla í bókhalds- og fjármálum
» Samskipti við deildir spítalans, aðrar stofnanir og fyrirtæki
» Samskipti við Fjársýslu ríkisins, þjónustuaðila bókhaldskerfa og ríkisendurskoðun vegna reikningshalds
» Rekstur og stjórnun deildarinnar
» Gæðaeftirlit, þróunar- og umbótastarf

Hæfnikröfur
» Háskólamenntun í viðskiptafræði, rekstrarhagfræði eða sambærileg menntun
» Löggilding eða meistarapróf í endurskoðun og reikningshaldi er kostur
» Reynsla af reikningshaldi
» Þekking á lögum og reglum um reikningshald og skatta 
» Reynsla og færni í stjórnun og teymisvinnu
» Góð tölvukunnátta og færni í úrvinnslu og meðferð tölulegra gagna
» Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
» Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi samskiptahæfileikar
» Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti
» Reynsla af opinberum fjármálum og þekking á lögum nr. 123/2015 um opinber fjármál er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á faglegu og stöðluðu matsferli. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.10.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Darri Andrason - [email protected] - 659 5882


Landspítali
Skrifstofa fjármálasviðs
Skaftahlíð 24
105 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum