Hoppa yfir valmynd
5. október 2019

Nýr fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu

Hermann Ingólfsson, fastafulltrúi Íslands, ásamt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. - mynd

Hermann Ingólfsson sendiherra afhenti nýlega trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel. Hermann þekkir vel til starfa Atlantshafsbandalagsins því hann var sendifulltrúi í fastanefnd Íslands hjá bandalaginu á árunum 2007-2009 og skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins 2011-2015.

Á fundi með Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra var m.a. rætt um heimsókn hans til Íslands í júní síðastliðnum þar sem öryggi og varnir á Norður-Atlantshafi voru í deiglunni. Sterk og náin tengsl Íslands og Noregs bar einnig á góma en Hermann gegndi embætti sendiherra í heimalandi framkvæmdastjórans síðustu fjögur ár og Stoltenberg þekkir vel til á Íslandi eftir fjölmargar heimsóknir hingað í gegnum tíðina.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum