Hoppa yfir valmynd
9. október 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr lýðheilsusjóði

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr lýðheilsusjóði. Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf í landinu og stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Umsóknarfrestur rennur út 4. nóvember næstkomandi.

Lýðheilsusjóður starfar samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu, heilbrigðisráðherra skipar honum stjórn og Embætti landlæknis annast daglega umsýslu. Stjórn sjóðsins gerir tillögur til heilbrigðisráðherra um úthutanir úr sjóðnum í samræmi við reglugerð og starfsreglum sjóðsins. Árið 2019 úthlutaði heilbrigðisráðherra tæpum 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 172 verkefna og rannsókna.

Auglýsing lýðheilsusjóðs eftir  umsóknum um styrki fyrir árið 2010 er á vef Embættis landlæknis. Eins og þar kemur fram er lögð áhersla á eftirfarandi þætti:

  • Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu.
  • Verkefni sem tengjast geðrækt barna.
  • Heilsueflingu eldra fólks.
  • Nýsköpun í heilsueflingu.
  • Rafrettunotkun ungmenna.
  • Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu.
  • Áfengis-, vímu- og tóbaksvarnir.
  • Verkefni sem tengjast kynheilbrigði.
  • Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu, eða verkefni sem eru til þess fallin að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna í tengslum við heilsu.

Auglýsingin á vef Embættis landlæknis

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum