Hoppa yfir valmynd
11. október 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundar með Madeleine Rees


Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Madeleine Rees, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi (WILPF), í morgun.

Á fundinum var rætt um friðar- og afvopnunarmál og alþjóðlegt bakslag gegn réttindum kvenna, sérstaklega hvað varðar kyn- og frjósemisréttindi. Jafnframt ræddu forsætisráðherra og Rees um mikilvægi framkvæmdar ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi og um þátttöku kvenna í friðarumleitunum. Þá var rætt um áherslur Íslands á alþjóðavettvangi á friðarmál og réttindi kvenna.

Madeleine Rees dvelur á Íslandi í tengslum við árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs, sem haldin er í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Madeleine Rees framkvæmdastjóri WILPF

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

 Jafnrétti kynjanna

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira