Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2019 Heilbrigðisráðuneytið

Þarfir í sjöunda veldi

Guðlaug Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala - mynd

Guðlaug Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, hefur í störfum sínum á sjúkrahúsinu lagt áherslu á innleiðingu rauntímamæla, gæða og öryggisvísa. Hún hefur starfað við stjórnun heilbrigðisþjónustu í yfir tuttugu ár og setið í innlendum og erlendum fagnefndum innan heilbrigðisþjónustu. Guðlaug Rakel er meðal fyrirlesara á heilbrigðisþinginu á morgun og heldur þar erindi sem hún kallar „Þarfir í sjöunda veldi." 

„Við þurfum að vinna saman að þeim stefnumiðum sem fjallað er um í heilbrigðisstefnu til ársins 2030" segir Guðlaug Rakel „þar sem markmiðið er að heilbrigðiskerfið verði heildrænt, tryggi sjúklingum þjónustu á réttu þjónustustigi og þar sem saman fara gæði, öryggi skilvirkni og hagkvæmni."

Heilbrigðisþingið er haldið á Hótel Hilton Reykjavík Nordica á morgun frá kl. 8.30 –16.00. Upplýsingar um þingið, dagskrá fyrirlesara o.fl. er á vefnum www.heilbrigdisthing.is. Einnig er hægt að fylgjast með umfjöllun um þingið á Facebook.

Streymt verður frá þinginu á vefnum www.heilbrigdisthing.is

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum