Hoppa yfir valmynd
13. desember 2019

Verkefnafulltrúi

 
Verkefnafulltrúi 

Lyfjastofnun auglýsir laust starf verkefnafulltrúa í nýrri verkefnastjórnunardeild. Starfshlutfall er 100%. 

Helstu verkefni:
Fagleg þjónusta í formi símsvörunar og upplýsingargjafar.
Vöktun umsóknagáttar og pósthólfa.
Bókanir á umsóknum, vistun umsóknargagna og gerð reikninga.

Menntunar- og hæfniskröfur
Próf/menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af lyfjaskráningum er kostur.
Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.
Mjög góð tölvukunnátta og færni til að tileinka sér nýjungar.
Mjög góð teymisvitund, samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum sem og frumkvæði og faglegur metnaður.
Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.

Umsóknarfrestur er til og með 27. desember n.k. 

Æskilegt er að umsækjandinn geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Lyfjastofnun hvetur bæði karla og konur til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á vef Capacent, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Dagsdóttir ([email protected]).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum