Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Ný skýrsla landlæknis um heilsugæslu á Suðurnesjum

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Ráðist hefur verið í ýmsar úrbætur varðandi rekstur og þjónustu heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem raktar eru í nýrri eftirfylgniskýrslu embættis landlæknis. Ýmsir gæðavísar hafa verið innleiddir, teymisvinna hefur verið aukin og betur hefur gengið að manna í stöður lækna og hjúkrunarfræðinga. Sem stendur eru allar hjúkrunarstöður fullmannaðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu embættisins.

Í október síðastliðnum tók til starfa nýr framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem mun leiða endurskipulagningu á hjúkrunarþjónustu í heilsugæslu. Liður í því er að fjölga stöðugildum um tvö. Ráðinn hefur verið deildarstjóri í 100% starf á slysa- og bráðamóttöku og sú breyting gerð að ásamt lækni er hjúkrunarfræðingur ávallt á kvöld- og næturvöktum. Betri mönnun er nú á meðal skólahjúkrunarfræðinga og sinnir hver þeirra nú um 650 börnum í stað um 800 barna áður. Einnig hefur nokkuð áunnist við að bæta mönnun sálfræðinga. Stöðugildum hefur fjölgað um 1,8 og starfa nú níu sálfræðingar hjá stofnuninni en brýnt er efla geðheilbrigðisþjónustuna enn frekar.

Embætti landlæknis segir ljóst að stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafi tekið tillit til ábendinga landlæknis og unnið töluverða umbótavinnu varðandi marga þætti starfseminnar. Stöðug umbótavinna eigi sér stað en ljóst að ákveðnar breytingar verði krefjandi og taki tíma. Því sé mikilvægt að ná breiðari samstöðu um þær og efla enn frekar aðkomu starfsfólks.

 

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum