Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2020 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Frumvarp til breytinga á lögum um lífsýnasöfn o.fl.

Birt  hefur verið til umsagnar frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um lífsýnasöfn, um söfn heilbrigðisupplýsinga og um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Markmið breytinganna er efla vísindarannsóknir á heilbrigðissviði með auknum aðgangi vísindamanna að heilbrigðisgögnum, líkt og kveðið er á um í heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Umsagnarfrestur er til 14. febrúar næstkomandi.

Í heilbrigðisstefnunni er meðal annars kveðið á um að vísindarannsóknir á heilbrigðissviði hér á landi eiga að vera sterk stoð heilbrigðiskerfisins og standast alþjóðlegan samanburð að gæðum og umfangi. Vísindarannsóknir hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna um þróun heilbrigðisþjónustu sem liður í menntun heilbrigðisstarfsfólks og forsenda þess að skapa eftirsóknarvert starfsumhverfi fyrir hæft starfsfólk í öllum heilbrigðisstéttum. Til að tryggja að menntun, vísindi og nýsköpun stuðli að áframhaldandi þróun heilbrigðisþjónustunnar er eitt af stefnumiðum heilbrigðisstefnunnar til ársins 2030 að gagnagrunnar og lífsýnasöfn innan heilbrigðiskerfisins séu opin og aðgengileg vísindamönnum sem öðlast hafa tilskilin leyfi til vísindarannsókna. Markmið frumvarpsins er að auka þann aðgang sem vísindamenn hafa nú þegar að bæði fyrirliggjandi heilbrigðisgögnum og heilbrigðisgögnum sem safnast og verða til í vísindarannsóknum á heilbrigðissviði og varðveitt eru til frambúðar í safni heilbrigðisupplýsinga eða lífsýnasafni. Frumvarpinu er þannig ætlað að uppfylla stefnumið áðurnefndrar þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Til þess að uppfylla stefnumið heilbrigðisstefnunnar er talið rétt að rýmka þær reglur sem gilda nú þegar um aðgang vísindamanna að heilbrigðisgögnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum