Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2020 Matvælaráðuneytið

Ársuppgjör stuðningsgreiðslna í sauðfjárrækt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið ársuppgjör stuðningsgreiðslna í sauðfjárrækt 2019 fyrir alla framleiðendur í sauðfjárrækt sem standast skilyrði sem sett eru í búvörusamningum. .

 

Ársuppgjör er nú gert fyrir eftirfarandi stuðningsflokka; beingreiðslur út á greiðslumark, gæðastýringargreiðslur, býlisstuðning og svæðisbundinn stuðning.  Ársuppgjör vegna ullarnýtingar verður gert í júní nk. Framleiðendur geta nálgast ársuppgjör á Bændatorginu fyrir hvern stuðningsflokk undir rafræn bréf. Jafnframt koma fram upplýsingar í AFURÐ, greiðslukerfi landbúnaðarins, um allar stuðningsgreiðslur. Einingaverð beingreiðslna var 6.500 kr. á ærgildi, sem er 2,8% hækkun frá fyrra ári. Ársáætlun um heildarframlög til framleiðenda í sauðfjárrækt vegna ársins 2020 verður gerð í næstu viku og verður greitt samkvæmt henni tvöföld mánaðargreiðsla 1. mars nk. Gæðastýringarálag vegna framleiðslu ársins 2019 var 230,9 kr.pr. kg. fyrir dilkakjöt, sem er 19% hækkun frá fyrra ári.

Bent er á að framleiðendur í sauðfjárrækt geta sent inn athugasemdir við uppgjörið á netfangið [email protected] innan 20 daga.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum