Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2020 Forsætisráðuneytið

Ráðstefna þjóðaröryggisráðs um fjölþáttaógnir

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Þjóðaröryggisráð stendur fyrir ráðstefnu um fjölþáttaógnir fimmtudaginn 27. febrúar. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Samtal um þjóðaröryggi: Fjölþáttaógnir.“

Á ráðstefnunni verður fjallað um fjölþáttaógnir í víðum skilningi, þ.e. skipulagða beitingu ólíkra aðferða sem miða að því að grafa undan stöðugleika eða trausti á stjórnvöld og stjórnskipan ríkja.  Fjöldi erlendra og innlendra sérfræðinga tekur þátt í ráðstefnunni.

Meðal fyrirlesara eru James Dipple-Johnstone, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá bresku persónuverndarstofnuninni, Antonio Missiroli, aðstoðarframkvæmdastjóri málefnasviðs Atlantshafsbandalagsins um nýjar áskoranir í öryggismálum og Clare Melford, einn af stofnendum Global Disinformation Index.

Ráðstefnan sem verður haldin í Hátíðarsal Háskóla Íslands hefst kl. 13:00 með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns þjóðaröryggisráðs og stendur til kl. 17:00.

Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin.

Þjóðaröryggisráð skipuleggur ráðstefnuna í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Aðrir samstarfsaðilar eru Verkfræðingafélag Íslands, Blaðamannafélag Íslands, Fjölmiðlanefnd, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Varðberg, utanríkisráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Persónuvernd, Póst og fjarskiptastofnun, ríkislögreglustjóri og nefnd framkvæmdastjóra stjórnmálaflokkanna um samningu heildarlaga um starfsemi stjórnmálasamtaka.

Dagskrá ráðstefnunnar á ensku.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum