Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2020

Kennari stálsmíðagreina

Kennari stálsmíðagreina


Menntaskólinn á Ísafirði leitar eftir kennara til að kenna stálsmíðagreinar frá 1. ágúst. Starfshlutfall er 100%.
Menntaskólinn á Ísafirði er framsækinn framhaldsskóli á Vestfjörðum. Skólinn hefur sett sér stefnu um leiðsagnarnám og fjölbreytta kennsluhætti.
Kennari stálsmíðagreina vinnur sjálfstætt að kennslu stálsmíðagreina með stuðningi öflugs teymis kennslusviðs verknámsgreina við skólann og vinnur að umbótum í skólastarfi í samstarfi við annað starfsfólk skólans. 

Helstu verkefni 
Kennari stálsmíðagreina starfar eftir starfslýsingu kennara sem er ítarlega skilgreind í gæðahandbók á heimasíðu skólans, www.misa.is. Helstu verkefni eru:
Undirbúningur og kennsla áfanga í stálsmíði 
Að skapa hvetjandi námsumhverfi fyrir nemendur 
Þátttaka í faglegu starfi og starfsþróun með stöðugar umbætur í skólastarfi að leiðarljósi

Menntunar- og hæfnikröfur
Kennari stálsmíðagreina skal uppfylla kröfur um menntun og hæfni kennara sem kveðið er á um í lögum nr. 95/2019 og hafa leyfisbréf sem kveður á um rétt til að nota starfsheitið kennari
Kennari stálsmíðagreina skal hafa lokið sveinsprófi í stálsmíði en iðnmeistarapróf er æskilegt
Reynsla af kennslu eða starfstengdri leiðsögn er æskileg
Tölvufærni  er æskileg
Góðir samstarfshæfileikar, rík þjónustulund og áhugi á að vinna með ungu fólki
Faglegur metnaður, góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði
Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í samstarfi við aðra

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem ríkið hefur gert við félag framhaldsskólakennara og stofnanasamningi MÍ.  
Í samræmi við jafnréttisáætlun skólans er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um starfið. 


Umsókn skal berast á netfang Jóns Reynis Sigurvinssonar skólameistara  [email protected], sem einnig veitir frekari upplýsingar um starfið.

Umsóknarfrestur er til 27. apríl.

Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá. Einnig skulu fylgja leyfisbréf og prófskírteini. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum