Hoppa yfir valmynd
6. apríl 2020

Sérfræðingur við launarannsókn

Sérfræðingur við launarannsókn


Hagstofan óskar eftir að ráða metnaðarfullan starfsmann til starfa við launarannsókn Hagstofu Íslands. Í starfinu felast krefjandi og fjölbreytt verkefni við framkvæmd launarannsóknar, samstarf við fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði og samræming gagna.


Helstu verkefni og ábyrgð
Launarannsókn Hagstofu er fyrirtækjarannsókn þar sem fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í úrtaki skila inn mánaðarlega stöðluðum upplýsingum til Hagstofu. Rannsóknin tekur mið af þeim kröfum sem gerðar eru til launarannsókna á Evrópska efnahagssvæðinu og er markmið rannsóknar að tryggja áreiðanlegar, nákvæmar og samanburðarhæfar upplýsingar um laun og launakostnað.


Hæfnikröfur
Háskólapróf sem nýtist í starfi
Framúrskarandi samskiptahæfni
Greiningarhæfni og gagnalæsi
Þekking og reynsla af vinnu með gögn og gagnagrunna
Reynsla og þekking á launum, kjarasamningum og fyrirtækjarekstri er kostur
Drifkraftur, frumkvæði og sjálfstæði
Skipulögð og nákvæm vinnubrögð


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.


Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.04.2020


Nánari upplýsingar veitir
Hagstofa Íslands
Borgartún 21A
105 Reykjavík


Smellið hér til að sækja um starf

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum