Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Opnað fyrir rafrænar umsóknir á leyfum til að nota starfsheiti í tækni- og hönnunargreinum

Nú er hægt að sækja um leyfi til að nota tiltekin starfsheiti sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður Stjórnarráðsins. Breytingin er liður í eflingu á starfrænni stjórnsýslu og hefur í för með sér einföldun fyrir notendur þjónustunnar.

Einföldun leyfisveitinga og regluverks hefur verið eitt af forgangsverkefnum Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Það samræmist áherslum í stjórnarsáttmálanum og er hluti af rafrænni-væðingu Stjórnarráðsins auk þess að fela í sér nýsköpun á sviði opinberrar þjónustu og stjórnsýslu.

Leyfi til að nota starfsheiti sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum eru veitt á grundvelli laga nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni-og hönnunargreinum. Lögin taka til starfsheita arkitekta (húsameistara), byggingafræðinga, grafískra hönnuða, húsgagna- og innanhússarkitekta (húsgagna- og innanhússhönnuða), iðnfræðinga, landslagsarkitekta (landslagshönnuða), raffræðinga, skipulagsfræðinga, tæknifræðinga, tölvunarfræðinga og verkfræðinga.

Þeir einstaklingar sem lokið hafa fullnaðarprófi í einhverri af þessum starfsgreinum geta nú sótt um leyfi til að nota viðkomandi starfsheiti með rafrænum hætti.

Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið hér.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

8. Góð atvinna og hagvöxtur
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum