Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2020 Forsætisráðuneytið

Forsætisráherra ræddi við Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands

Forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og  Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands,  áttu símafund í dag en meginefni samtalsins var baráttan gegn COVID-19 og sóttvarnaráðstafanir sem löndin hafa gripið til.

Samkomutakmarkanir verða áfram við lýði bæði á Íslandi og í Finnlandi til að unnt sé að ná fullum tökum á faraldrinum en smitum hefur farið fækkandi í báðum ríkjum.  Þær ræddu efnahagslegar ráðstafanir sem ríkin hafa gripið til og horfur í efnhagsmálum. Einnig um mikilvægi norræns samstarfs, í þeirri krefjandi stöðu sem upp er komin, og nauðsyn þess að Norðurlöndin eigi náið samstarf um næstu skref í baráttunni gegn faraldrinum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

3. Heilsa og vellíðan

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum