Hoppa yfir valmynd
1. maí 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

67 verkefni fá styrk úr Hljóðritasjóði

Tilkynnt hefur verið um úthlutanir úr Hljóðritasjóði fyrir fyrri hluta ársins 2020. Alls bárust 117 umsóknir til sjóðsins að þessu sinni og samþykkt var að veita 18 milljónum kr. til 67 verkefna.

„Verkefnin sem hljóta styrki nú eru afar fjölbreytt – enda er flóra íslenskrar tónlistar afar litrík og margslungin. Þannig fara 39 styrkir til ýmis konar rokk-, hip-hop- og poppverkefna, 22 styrkveitingar til samtímatónlistar, raftónlistar og annarrar tónlistar af ýmsum toga og 6 styrkveitingar til jazz-verkefna. Við hlökkum til að hlýða á þessi fjölbreyttu verk,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. 

Sjóðurinn veitir styrki til hljóðritunar nýrrar, frumsamdrar tónlistar og veittir eru styrkir í almenn verkefni og þróunarverkefni. Tónlistarmenn, jafnt einstaklinga sem hljómsveitir, útgáfufyrirtæki og aðrir er koma að hljóðritun tónlistar geta sótt um í sjóðinn.

Næsti umsóknarfrestur sjóðsins er í september. Rannís hefur umsýslu með Hljóðritasjóði og má nálgast nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutanir hans hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum