Hoppa yfir valmynd
25. maí 2020 Dómsmálaráðuneytið

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 27. júní er hafin

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 27. júní er hafin - myndHaraldur Jónasson / Hari

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakjörs sem fram fer 27. júní 2020 er hafin hjá sýslumannsembættum um land allt. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu sýslumanna.

Kosning utan kjörfundar erlendis er einnig hafin. Kjörstaðir eru allar sendiskrifstofur Íslands (nema Fastanefnd hjá NATO í Brussel), aðalræðisskrifstofur í New York, Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk og hjá kjörræðismönnum.

Kjósendum er ráðlagt að hafa samband við sendiskrifstofur og kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa. Á vef utanríkisráðuneytisins má finna upplýsingar um sendiskrifstofur Íslands og kjörræðismenn eftir löndum.

Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum