Hoppa yfir valmynd
29. maí 2020

Bókari


Bókari


Orkustofnun auglýsir laust til umsóknar starf aðalbókara. Um er að ræða 100% starf. 

Um Orkustofnun:
Annast stjórnsýslu sem stofnuninni er falin með lögum, svo sem auðlindalögum, vatnalögum, raforkulögum, lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins og lögum um kolvetni.
Safnar gögnum um nýtingu orkulinda og annarra jarðrænna auðlinda.
Stendur fyrir rannsóknum á nýtingu orkulinda og annarra jarðrænna auðlinda.
Vinnur að áætlanagerð til langs tíma um orkubúskap þjóðarinnar.
Er stjórnvöldum til ráðuneytis um orkumál og aðra auðlindanýtingu.
Fer með leyfisveitingar vegna rannsókna og nýtingar á auðlindum og orkuvinnslu.
Annast eftirlit með framkvæmd raforkulaga,
Fer með umsýslu Orkusjóðs, niðurgreiðslna vegna húshitunar og Orkuseturs.


Helstu verkefni:
Dagleg umsjón bókhalds 
Afsteminingar (banka, viðskipta og virðisauka) 
Frágangur reikninga 
Innheimta
Uppgjör
Umsjón með launavinnslu og viðverubókhaldi.


Hæfniskröfur: 
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi, sbr. helstu verkefni.
Traust, trúnaður og færni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, áreiðanleiki, nákvæmni og sjálfstæði í starfi.
Skipulagshæfileikar og öguð vinnubrögð.
Góð tölvufærni sérstaklega í Excel og MS Navison(eða sambærilegu bókhaldskerfi).
Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og þekking á einu norðurlandamáli æskileg.
Hæfileiki til þess að koma frá sér efni í töluðu og rituðu máli.
Reynsla af verkbókhaldi og samningum telst kostur.
Þekking á Oracle mannauðs- og launakerfi hjá ríkisstofnunum er kostur.


Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir Guðni A Jóhannesson orkumálastjóri, sími 5696000, netfang [email protected].

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist á netfang [email protected] eða til Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík eða eigi síðar en 18. júní 2020

Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum