Hoppa yfir valmynd
2. júní 2020

Starfskraftur við skólabú háskólans


Starfskraftur við skólabú háskólans


Laust er til umsóknar fullt starf aðstoðarmanns á skólabúi við Hestafræðideild Háskólans á Hólum. Hestafræðideild háskólans veitir fagmenntun á sviði hestafræða, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu og vinnur að þróun og nýsköpun fræðasviðsins í rannsóknastarfi. Hólar eru fjölskylduvænn staður og á staðnum er leik- og grunnskóli. 

Starfssvið
Umhirða hesta og bústörf. 
Almennt viðhald.

Menntunar- og hæfnikröfur
Reynsla af umhirðu hesta og almennum bústörfum æskileg. 
Aukin ökuréttindi og iðnmenntun kostur. 
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samvinnu. 

Um er að ræða 100% stöðu. Launakjör eru skv. kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 


Umsóknarfrestur um starfið er til 19. júní 2020 og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Vinsamlega sendið umsóknir ásamt ferilsskrá og staðfestingu á menntun til Háskólans á Hólum á netfangið [email protected], merkt skólabú. Nánari upplýsingar veita Sveinn Ragnarsson deildarstjóri í síma 861 1128 og Eysteinn Steingrímsson bústjóri í síma 898 6648. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum