Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2020

Öryggisstjóri

Öryggisstjóri

Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða árangursdrifinn og lausnamiðaðan einstakling til að bera ábyrgð á öryggismálum og persónuvernd auk þess að koma að stýringu umbótaverkefna þvert á stofnunina. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í mótun, sem staðsett er á skrifstofu forstjóra. 


Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirumsjón með uppbyggingu, rekstri og þróun öryggiskerfa stofnunarinnar
Umsjón með innleiðingu viðeigandi staðla og viðhald á vottuðu stjórnkerfi upplýsingaöryggis
Yfirumsjón með áhættumati, þróun verkferla og gerð handbóka
Stýring innri úttekta á sviði upplýsingaöryggis
Umsjón með dagskrá öryggis- og persónuverndarmála og eftirfylgni með umbótastarfi
Yfirumsjón og eftirlit með að starfsemi stofnunarinnar sé í samræmi við persónuverndarlög
Innra eftirliti, upplýsingagjöf og ráðgjöf á grundvelli persónuverndarlöggjafar og tengiliður við einstaklinga og Persónuvernd
Umsjón með fræðslu öryggis- og persónuverndarmála


Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða viðeigandi starfsmenntun
Þekking og reynsla af stjórnun öryggismála skilyrði
Þekking á upplýsingaöryggisstaðli ISO 27001 er nauðsynleg
Haldgóð þekking á persónuverndarlögum er kostur
Starfsreynsla í upplýsingatækni eða kerfisrekstri er kostur
Starfsreynsla af verkefnastjórnun er kostur
Þekking og reynsla af straumlínustjórnun er kostur
Gerð er rík krafa um frumkvæði og sjálfstæði
Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti

Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt gildandi kjarasamningi. Umsóknarfrestur er til og með 20. júlí 2020. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Umsóknir óskast sendar í Alfreð ráðningarkerfi, https://alfred.is/starf/oeryggisstjori. Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg S. Stefánsdóttir, sviðsstjóri skrifstofu forstjóra, netfang [email protected]
.

Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra og eignir. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum um fólk, mannvirki og landeignir. Innan starfsviðs Þjóðskrár er rekstur fasteignaskrár og þjóðskrár, útgefið fasteignamat og brunabótamat og umsjón með útgáfu vegabréfa.


Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa í anda gilda okkar um virðingu, sköpunargleði og áreiðanleika. 


Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni og hraða í vinnubrögðum og nýtum aðferðir straumlínustjórnunar til að gera betur í dag en í gær. Við hvetjum öll kyn til að sækja um. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum