Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2020

Sjúkraliði - dagvinna á göngudeild húð- og kynsjúkdóma

Sjúkraliði - dagvinna á göngudeild húð- og kynsjúkdóma 
Laust er til umsóknar starf sjúkraliða á göngudeild húð- og kynsjúkdóma á Landspítala í Fossvogi. Um er að ræða 50% starf þar sem unnið er í dagvinnu. Á deildinni starfar 16 manna samhentur hópur hjúkrunarfræðinga, lækna, ritara og sjúkraliða.
Ráðið er í starfið frá 24. ágúst eða eftir samkomulagi.
Við viljum ráða metnaðarfullan sjúkraliða með góða samskiptahæfni sem á auðvelt með að vinna í teymi. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. 


Helstu verkefni og ábyrgð
Meðferð og fræðsla vegna húðsjúkdóma (ljósameðferðir og lyfjaböð)
Önnur verkefni í samráði við deildarstjóra.


Hæfnikröfur
Góð íslenskukunnátta
Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góð samskiptafærni
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Íslenskt starfsleyfi sjúkraliða


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað. 

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.


Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 13.07.2020


Nánari upplýsingar veitir
Emma Björg Magnúsdóttir - [email protected] - 825 5029


Landspítali
Göngudeild húð- og kynsjúkdóma
Fossvogi
108 Reykjavík

Smellið hér til að sækja um starf

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum