Hoppa yfir valmynd
13. júlí 2020 Innviðaráðuneytið

Opið samráð um réttindi farþega í flugi sem eru með fötlun og/eða skerta hreyfigetu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um réttindi farþega í flugi sem eru með fötlun og/eða skerta hreyfigetu. Samráðið hófst 3. júlí og stendur til 2. október 2020.

Með samráðinu er leitað eftir skoðunum og sjónarmiðum um hvernig reglugerð 1107/2006 um réttindi farþega í flugi með fötlun og/eða skerta hreyfigetu, e. Regulation (EC) No 1107/2006 on the rights of those with disabilities and with reduced mobility when travelling by air, hefur reynst. Framkvæmdastjórnin hefur áhuga á að fá upplýsingar um hve árangursrík framkvæmd reglugerðarinnar er, hvort tilætluðum árangri hafi verið náð með henni og hvernig hafi tekist að leysa úr tilteknum erfiðleikum sem farþegar með fötlun og/eða skerta hreyfigetu hefur lent í.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum