Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sviðslistaráð tekur til starfa

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað sviðslistaráð til næstu þriggja ára í samræmi við ný lög um sviðslistir. Hrefna B. Hallgrímsdóttir er formaður ráðsins, skipuð af ráðherra án tilnefningar. Aðrir eru Agnar Jón Egilsson og Vigdís Másdóttir, tilnefnd af Sviðslistasambandi Íslands. Varamenn þeirra eru Hjálmar Hjálmarsson og Karen María Jónsdóttir, en að auki skipaði ráðherra Þórunni Lárusdóttur varamann án tilnefningar.

Sviðslistaráð veitir umsagnir um þau mál sem ráðherra vísar til ráðsins, auk þess að kalla eftir og meta umsóknir um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa, samkvæmt fjárveitingum til málaflokksins á hverjum tíma. Ráðið gerir tillögu til ráðherra um stefnu, helstu áherslur í starfi sviðslistasjóðs og úthlutunarreglur. 

„Gildistaka nýrra sviðslistalaga markar tímamót og ég veit að sviðslistaráð mun sinna vel sínum mikilvægu verkefnum. Það er mikil gróska í starfsemi atvinnuleikhópa, ekki síst eftir að fjárveitingar til málaflokksins voru auknar vegna Covid-19 og það er ljóst að menningarstarf í landinu stendur í miklum blóma. Ég er þakklát íslensku sviðslistafólki fyrir að bæta samfélagið okkar," segir Lilja.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum