Hoppa yfir valmynd
23. júlí 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Frítekjumark námsmanna fimmfaldað: Menntasjóður námsmanna kemur til móts við samfélagið

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að hækka frítekjumark námsmanna úr þreföldu í fimmfalt fyrir skólaárið 2020-2021. Með þessu er verið að koma til móts við námsmenn sem koma af vinnumarkaði vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2020. Aukinn kostnaður vegna þess áætlaður um 400 m.kr.

„Mikilvægi öflugs menntakerfis hefur sannað sig margfalt á síðustu misserum. Stjórnvöldum ber skylda til að tryggja jafnrétti til náms ásamt því að minnka atvinnuleysi og halda samfélaginu virku. Nýr Menntasjóður tryggir betri kjör fyrir námsmenn, sanngjarnara námslánakerfi og er risastórt framfaraskref fyrir íslenska námsmenn.“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. 

Fyrstu úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna hafa verið birtar í Stjórnartíðindum.

Lög um sjóðinn tóku gildi 1. júlí sl. Með þeim var ábyrgðarmannakerfið afnumið ásamt því að festa í lög meðal annars 30% niðurfærsla á höfuðstól námsláns og barnastyrk fyrir foreldra í stað barnaláns.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum