Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2020

Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð HVE á Akranesi

Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslustöð HVE á Akranesi

Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslustöðina á Akranesi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1.september.

Á heilsugæslunni starfa hjúkrunarfræðingar ásamt öðrum starfsstéttum, t.d læknar, sálfræðingar, iðjuþjálfi, sjúkraliðar ofl., þar er mikil og góð teymisvinna. Geðheilbrigðisteymi er starfrækt á HVE, einnig er vinna í gangi vegna styrkingar á fjarheilbrigðisþjónustu.
Starfsvæði stöðvarinnar er Akranes og Hvalfjarðarsveit, fjöldi íbúa er rúmlega 8100.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á heilsugæslu, t.d. hjúkrunarmóttaka, skólahjúkrun, heimahjúkrun og önnur störf sem tilheyra hjúkrun á heilsugæslustöð.

Hæfnikröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi.
Góð íslenskukunnátta.
Hæfni í mannlegum samkiptum.
Sjálfstæði í vinnubrögðum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Með umsókn skal fylgja staðfest afrit af hjúkrunarleyfi, námskeiðum og námi sem nýtist í starfi.
Upplýsingar um ónæmisaðgerðir og ferilskrá.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Sótt er um á www.hve.is eða www.starfatorg.is.

Starfshlutfall er 60%
Umsóknarfrestur er til og með 18.08.2020

Nánari upplýsingar veitir

Ragnheiður Björg Björnsdóttir - [email protected] - 432-1000
Þura Björk Hreinsdóttir - [email protected] - 432-1000

 

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranes Heilsugæsla Hjúkrun almenn
Merkigerði 9
300 Akranes

 

Sækja um starf

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum