Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2020

Táknmálskennari

Táknmálskennari

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra auglýsir lausa til umsóknar 50% stöðu táknmálskennara.

Helstu verkefni og ábyrgð
Störf táknmálskennara heyra undir táknmálssvið stofnunarinnar og taka kennararnir þátt í ýmsum samvinnuverkefnum, bæði á því sviði og þvert á svið. Verkefni táknmálskennara tengjast vinnu við íslenskt táknmál, einna helst táknmálskennslu og námsefnisgerð en einnig vinna þeir önnur verkefni á starfssviði stofnunarinnar sem þeim eru falin.

Leitað er eftir starfsmanni til að kenna byrjendanámskeið í íslensku táknmáli. Flest námskeiðanna eru kennd á virkum dögum en umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að vinna tilfallandi á kvöldin og um helgar.

Hæfnikröfur
Gott vald á íslensku táknmáli.
Þekking á menningarsamfélagi táknmálstalandi fólks. 
Bílpróf kostur.
Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt, sem og í hóp.
Mjög góð samskiptafærni, metnaður og skipulagshæfileikar.

Við viljum ráða starfsmann með skapandi hugsun og sem hefur einlægan áhuga á kennslu og íslensku táknmáli. Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa eftir gildum okkar um frumkvæði, samvinnu og virðingu.  

Frekari upplýsingar um starfið
Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. Umsóknir óskast sendar á netfangið [email protected]. Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Öll starfsviðtöl fara fram á íslensku táknmáli og umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að gangast undir færnimat í íslensku táknmáli.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. 

Um er að ræða hlutastarf (50% starfshlutfall) en möguleiki er á hærra starfshlutfalli. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 20.08.2020

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyrún Helga Aradóttir, sviðsstjóri táknmálssviðs - [email protected] – s: 562 7702

Á heimasíðu stofnunarinnar www.shh.is má finna upplýsingar um stofnunina og starfsemi hennar.



Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
Grensásvegi 9
108 Reykjavík

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum