Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2020

Táknmálstúlkur

Táknmálstúlkur

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra auglýsir lausar til umsóknar tvær 100% stöður táknmálstúlka.

Helstu verkefni og ábyrgð
Störf táknmálstúlka heyra undir svið túlkaþjónustu stofnunarinnar. Verkefni táknmálstúlka tengjast vinnu við íslenskt táknmál, einna helst táknmálstúlkun og þýðingum en þeir taka auk þess þátt í ýmsum samvinnuverkefnum, bæði á sviði túlkaþjónustu og þvert á svið. Þá vinna þeir einnig önnur verkefni á starfssviði stofnunarinnar sem þeim eru falin. 

Hæfnikröfur
Háskólamenntun í táknmálsfræði og táknmálstúlkun.
Gott vald á íslensku táknmáli.
Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
Gott vald á ensku æskilegt.
Gott vald á einu Norðurlandamáli kostur.
Reynsla af táknmálstúlkun kostur.
Bílpróf kostur.
Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt, sem og í hóp.
Mjög góð samskiptafærni, metnaður og skipulagshæfileikar.

Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa eftir gildum okkar um frumkvæði, samvinnu og virðingu.  

Frekari upplýsingar um starfið
Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. Umsóknir óskast sendar á netfangið [email protected]. Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Öll starfsviðtöl fara fram bæði á íslensku og íslensku táknmáli og umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að gangast undir færnimat í íslensku táknmáli og túlkun.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi BHM f.h. Fræðagarðs og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. 

Um er að ræða fullt starf í dagvinnu (100% starfshlutfall) auk hugsanlegra bakvakta á kvöldin. Staðan er laus frá og með 1. september 2020. 

Umsóknarfrestur er til og með 20.08.2020

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gerður Sjöfn Ólafsdóttir, sviðsstjóri túlkaþjónustu - [email protected] - s: 562 7702

Á heimasíðu stofnunarinnar www.shh.is má finna upplýsingar um stofnunina og starfsemi hennar.



Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
Grensásvegi 9
108 Reykjavík

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum