Hoppa yfir valmynd
22. september 2020 Forsætisráðuneytið

Rafrænt allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna

Forsætisráðherra ávarpar næstum tóman sal allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpaði 75 ára afmælisfund Sameinuðu þjóðanna í gær með rafrænum hætt eins og allir þjóðarleiðtogar heims. Allsherjarþing SÞ stendur nú yfir en sérstakur hátíðarfundur fór fram í gær þar sem yfirskriftin var „framtíðin sem við viljum og Sameinuðu þjóðirnar sem við þurfum“. Forsætisráðherra sagði glímu heimsbyggðarinnar við kórónuveirufaraldurinn vera brýna áminningu um þá grundvallarhugsjón Sameinuðu þjóðanna að allir ættu rétt á stuðningi og umhyggju. Hún sagði alþjóðasamstarf aldrei hafa verið mikilvægara og hafna yrði sundrungaröflum og lýðhyggju.

Ávarp forsætisráðherra

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
16. Friður og réttlæti
5. Jafnrétti kynjanna
11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum