Hoppa yfir valmynd
25. september 2020 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Endurbættur vefur Ísland.is með skýrara viðmóti fyrir notendur

Vefurinn Ísland.is, sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi, hefur verið opnaður í nýrri og endurbættri útgáfu með það að markmiði að gera viðmót gagnvart notendum skýrara og betra.

Á vefnum verður auðvelt að finna það sem leitað er að og eru þrjár meginleiðir til að finna efni. Sú fyrsta er í gegnum lífsviðburði, svo sem upplýsingar um nám, flutninga, barneignir eða stofnun fyrirtækja. Þá er búið að skilgreina helstu þjónustuflokka á vefnum, t.d. um akstur og bifreiðar, fjármál og skatta, heilbrigðismál og fjölskyldu og velferð. Ennfremur hefur leit á vefnum verið styrkt og er auðvelt að sækja upplýsingar í gegnum hana.

Vefurinn er gefinn út í beta-útgáfu. Í því felst að hann er enn í þróun og eru ábendingar notenda vel þegnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum