Hoppa yfir valmynd
30. september 2020 Innviðaráðuneytið

Jöfnunarsjóður bætir við 200 milljónum vegna þjónustu við fatlað fólk

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta 200 milljónum krónum til viðbótar í ár vegna þjónustu við fatlað fólk. Viðbótarframlaginu er ætlað að koma til móts við aukinn kostnað þjónustusvæða vegna Covid-19.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra samþykkti tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs um að úthluta sérstöku viðbótarframlagi, sem lögð var fram á fundi nefndarinnar 25. september síðastliðinn.

Úthlutunin byggir á gögnum sem safnað var frá þjónustusvæðum og er í samræmi við fyrirhugaða aðkomu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að vinnu viðbragðsteymis stjórnvalda um þjónustu við viðkvæma hópa.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum