Hoppa yfir valmynd
27. október 2020 Forsætisráðuneytið

Ráðherraumræður um heimsfaraldurinn með framkvæmdastjóra SÞ

Leiðtogar Norðurlandanna og fulltrúar Norðurlandaráðs ræða um áhrif COVID-19 faraldursins á Norðurlönd, samstarf þeirra og alþjóðlegt samstarf á sameiginlegum fundi með Antónió Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í dag. Umræðunum verður streymt beint á netinu og eru öllum opnar. Í vikunni standa yfir fundir í nefndum og flokkahópum Norðurlandaráðs en þingi ráðsins, sem halda átti í Reykjavík, var frestað í fyrsta sinn frá því fyrsta þingið fór fram í Kaupmannahöfn árið 1953. Fundurinn hefst klukkan fimm í dag.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum