Hoppa yfir valmynd
28. október 2020 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sviðsmyndagreining um ferðaþjónustu

Ferðamálastofa, KPMG og Stjórnstöð ferðamála kynntu í morgun sviðsmyndagreiningu um mögulega þróun ferðaþjónustunnar á næstu misserum.

Í greiningunni er varpað ljósi á mikilvægi þess að stuðla að því að ferðaþjónustan verði í stakk búin til að leggja grunn að kröftugri viðspyrnu fyrir hagkerfið eins fljótt og aðstæður leyfa.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra lagði í opnunarávarpi sínu áherslu á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt hagkerfi og vaxtartækifæri hennar.

„Þegar aðstæður leyfa verður ferðaþjónustan sú atvinnugrein sem er líklegust til að skapa störf og styðja við eftirspurn. Þannig að við heilt yfir höfum tröllatrú á ferðaþjónustunni og ég efast ekki um það í eina mínútu að við munum byggja upp mjög sterka og eftirsóknarverða ferðaþjónustu á Íslandi þegar þessum tíma lýkur,“ sagði Þórdís Kolbrún meðal annars í ávarpi sínu.

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum