Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2020 Matvælaráðuneytið

Kaup og sala greiðslumarks í sauðfé

Innlausnarmarkaður greiðslumarks í sauðfé og endurúthlutun þess til umsækjenda fór fram nú í nóvember.  Framkvæmdin er í samræmi við breytingar sem gerðar voru á sauðfjársamningi við endurskoðun hans sl. vetur og nýjar úthlutunarreglur sem tóku gildi með reglugerð 1253/2019. Í þeim felst m.a. að umsækjendum er skipt í þrjá hópa með tilliti til forgangs og að úthlutun tekur mið af því að hver framleiðandi getur ekki óskað eftir ærgildum umfram þau sem tryggja honum óskertar beingreiðslur í samræmi við fjárfjölda og ásetningshlutfall.

Gild sölutilboð voru 16 talsins og er innleyst greiðslumark samtals 1.839 ærgildi. Óskir um kaup voru 225 talsins og námu samtals 62.395 ærgildum. Í heildina er hlutfall til úthlutunar  2,95% af óskum um kaup.  

Hver framleiðandi í fyrsta forgangshópi fær alls 6,8% af kaupósk sinni úthlutað en framleiðandi í öðrum forgangshópi fær úthlutað 1,5% af kaupósk sinni. Ekkert var til úthlutunar fyrir þriðja hópinn, þ.e. þá umsækjendur sem eru með færri en 100 kindur á haustskýrslu 2019 eða ásetningshlutfall lægra en 1.

Niðurstaða úthlutunar er birt á heimasvæði hvers framleiðanda í afurd.is. Frestur kaupenda til að ganga frá greiðslu og staðfesta þar með kaupin er til 1.desember. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

15. Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum