Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2020 Innviðaráðuneytið

Reglugerð um styrki vegna flutningskostnaðar olíuvara

Drög að nýrri reglugerð um styrki vegna flutningskostnaðar olíuvara hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila inn umsögn er til og með 7. desember nk.

Með lögum um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, voru lög um jöfnun flutningskostnaðar olíuvara, nr. 103/1994, felld úr gildi og Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara lagður niður. Í stað þess var kveðið á um nýtt fyrirkomulag á jöfnun flutningskostnaðar olíuvara í lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Samkvæmt nýrri 7. gr. laganna skal Byggðastofnun veita styrki til söluaðila olíuvara sem starfrækja sölustaði á svæðum sem búa við skerta samkeppnisstöðu vegna landfræðilegra og lýðfræðilegra aðstæðna. Í lagaákvæðinu er kveðið á um að úthlutun styrkjanna skuli ákvörðuð í samræmi við þá heildarfjárhæð sem fyrirhugað er að veita til jöfnunar á flutningskostnaði olíuvara í fjárlögum ár hvert, seldu magni olíuvara á viðkomandi sölustað og byggðastuðul sem ber að endurspegla samkeppnislega stöðu svæða í byggðalegu tilliti. Að öðru leyti ber ráðherra að setja nánari reglur um ákvörðun, fyrirkomulag og útreikning styrkja, auk þess að ákvarða byggðastuðla að fenginni umsögn Byggðastofnunar.

Með hliðsjón af sölu olíuvara á síðasta ári og þeim heildarpotti sem fyrirhugaður er í styrkveitingar á næsta ári munu ofangreindar reglur stuðla að því sem næst óbreyttum eða hærri greiðslum til viðkvæmustu svæðanna, m.t.t. landfræðilegra eða lýðfræðilegra aðstæðna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum