Hoppa yfir valmynd
4. desember 2020

Sérfræðingur á sviði geislafræði/eðlisfræði

Sérfræðingur á sviði geislafræði/eðlisfræði

Geislavarnir ríkisins óska eftir að ráða sérfræðing til starfa við stofnunina. Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur einkum í sér verkefni vegna læknisfræðilegrar notkunar jónandi geislunar. Starfið getur einnig að hluta falið í sér vinnu við aðra verkefnaflokka stofnunarinnar, eftir áhuga og þekkingu starfsmanns. 


Helstu verkefni:  
Mat á geislaálagi 
Geislamælingar og úrvinnsla 
Eftirlit og leyfisveitingar
Fræðsla og leiðbeiningar
Rannsóknir og þróun 
Prófanir og kvarðanir  

Hæfnikröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi hjá Geislavörnum er nauðsynleg
Háskólamenntun í geislafræði eða eðlisfræði er æskileg en skyld menntun, t.d.
        heilbrigðisverkfræði kemur einnig vel til greina
Framhaldsnám á háskólastigi er æskilegt
Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir
Sjálfstæð vinnubrögð eru nauðsynleg
Góð íslensku- og/eða enskukunnátta er nauðsynleg
Góð tölvukunnátta er nauðsynleg
Þekking á geislavörnum er kostur
Kunnátta í norðulandamálum er kostur
Þekking á gæðamálum er kostur

Geislavarnir ríkissins er um 10 manna stofnun þar sem starfsandi er góður eins og niðurstöður í könnun Sameykis Stofnun ársins sýnir. Við leitum að einstaklingi sem fellur vel inn í samhentan hóp starfsmanna og vinnur vel sjálfstætt. Geislavarnir bjóða upp á möguleika til að móta eigið starf, góða starfsaðstöðu og hvetjandi starfsumhverfi með sveigjanlegum vinnutíma. Starfið býður upp á góða möguleika til starfsþróunar og þátttöku í norrænum og alþjóðlegum verkefnum. Geislavarnir vinna út frá flötu skipuriti og eru með vottað gæðakerfi samkvæmt ISO 9001:2015 staðlinum. 

Um er að ræða allt að 100% starf. Stefna Geislavarna er að laun starfsmanna séu sanngjörn og samkeppnishæf en í samræmi við gildandi kjarasamningi. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Vinnuvikan er áætluð 36 klst. fyrir fullt starf. 

Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá með stuttu kynningarbréfi og afrit af prófskírteini. Umsóknarfrestur er til og með 3. janúar 2021. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Vakin er athygli á því að umsóknir gilda í 6 mánuði nema umsækjandi ákveði annað. Geislavarnir áskilja sér rétt til að ráða ekki í starfið. 

Umsóknir um starfið skulu sendar Geislavörnum ríkisins, Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík eða á netfangið [email protected], eigi síðar en 3.janúar 2021.


Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónína Guðjónsdóttir, [email protected]


Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á vefnum www.gr.is


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum