Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Áætlun um fyrstu afhendingu bóluefnis Moderna

Bólusetning framlínustarfsfólk í heilsugæslu - myndStjórnarráðið

Nú liggur fyrir áætlun um afhendingu fyrstu bóluefnaskammta lyfjafyrirtækisins Moderna. Vonir standa til að fyrirtækið fái markaðsleyfi í Evrópu í kjölfar matsfundar Lyfjastofnunar Evrópu á morgun. Gert er ráð fyrir að Ísland fái 5.000 bóluefnaskammta frá Moderna í janúar og febrúar en að eftir það verði afhendingin hraðari. Þetta er hlutfallslega sama úthlutun og til annarra þjóða í Evrópusamstarfi um kaup á bóluefnum sem miðast við íbúafjölda þjóða. Alls á Ísland von á 128.000 bóluefnaskömmtum frá Moderna sem dugir fyrir 64.000 einstaklinga. 

Afhending bóluefna frá Pfizer

Fyrir áramót komu til Íslands 10.000 skammtar af bóluefni frá Pfizer. Fyrir liggur að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs verða afhentir til Íslands að lágmarki 45.000 skammtar til viðbótar. Næsta afhending er áætluð 20 janúar. Skömmu fyrir áramót gerði Ísland samning við Pfizer um 80.000 bóluefnaskammta til viðbótar þeim 170.000 skömmtum sem áður hafði verið samið um. Ekki er útilokað að meira bóluefni berist frá Pfizer á fyrsta ársfjórðungi vegna viðbótarsamningsins.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum