Hoppa yfir valmynd
30. desember 2021 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Skýrsla um öryggi lendingarstaða

Skýrsla starfshóps um öryggi lendingarstaða felur í sér heildstætt mat á mikilvægi lendingarstaða á Íslandi út frá öryggishlutverki þeirra í víðum skilningi. Verkefnið var skilgreint í flugstefnu í núgildandi samgönguáætlun 2020-2034 sem Alþingi samþykkti sumarið 2020. Niðurstöður og tillögur skýrslunnar munu nýtast vel við endurskoðun samgönguáætlunar og tillögugerð á næstu árum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skipaði starfshópinn (þá sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) í júní sl. til að leggja mat á lendingarstaði út frá öryggi þeirra.

Skýrslan var unnin í samstarfi við Flugmálafélag Íslands, heilbrigðisráðuneytið, Isavia innanlandsflugvelli, Landhelgisgæslu Íslands, Mýflug, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira