Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2022 Forsætisráðuneytið

Fréttaannáll forsætisráðuneytisins 2021

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Starfsemi forsætisráðuneytisins á nýliðnu ári einkenndist eins og árið áður af baráttunni gegn heimsfaraldri COVID-19. Stjórnvöld brugðust við stöðunni með fjölbreyttum aðgerðum þar sem forsætisráðuneytið gegndi meðal annars samhæfingarhlutverki.

Loftslagsmálin voru einnig í brennidepli á árinu. Ísland sendi Sameinuðu þjóðunum í febrúar uppfærð markmið um aukinn samdrátt í losun og þá var tilkynnt um aukin framlög stjórnvalda til loftslagsmála á komandi árum. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fór fram í Glasgow í byrjun nóvember þar sem Katrín  Jakobsdóttir forsætisráðherra grein fyrir markmiðum og aðgerðum Íslands.

Ísland var í efsta sæti Alþjóðaefnahagsráðsins um kynjajafnrétti tólfta árið í röð og á árinu stóð forsætisráðuneytið fyrir alþjóðlegri ráðstefnu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Þá tók nýr samráðsvettvangur um jafnréttismál til starfa á árinu sem og aðgerðahópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði.

Forsætisráðherra fundaði með utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Rússlands í maí í tengslum við fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og heimsótti forseta Frakklands í byrjun júlí.

Fjölmörg önnur verkefni voru unnin í ráðuneytinu á nýliðnu ári. Má þar nefna viðbrögð við skriðuföllum á Seyðisfirði, birting nýrra mælikvarða um hagsæld og lífsgæði og móttöku flóttafólks frá Afganistan.

Ný ríkisstjórn tók við völdum í lok nóvember og gegnir Katrín Jakobsdóttir áfram starfi forsætisráðherra.

Fréttaannáll forsætisráðuneytisins 2021

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum