Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Samningur um Heimagistingarvakt framlengdur

Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra. - mynd

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur undirritað samning við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um framlengingu verkefnis sem rekið hefur verið frá árinu 2018 undir yfirskriftinni Heimagistingarvakt. 

Með framlengingu verkefnisins sem ráðuneytið leggur 50 m.kr. í er rekstur á Heimagistingarvakt tryggður út árið 2022. Heimagistingarvakt hefur stuðlað að auknu eftirliti með skráningarskyldri gististarfsemi, sem hefur meðal annars skilað sér í aukinni yfirsýn stjórnvalda yfir raunverulegt umfang hennar. Að sama skapi hefur Heimagistingarvakt stuðlað að réttum skattskilum einstaklinga og tryggt að lögaðilar, sem stunda gististarfsemi, afli sér rekstrarleyfis og starfi í samræmi við gildandi lög.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra:

„Í ljósi þess ágæta árangurs sem hlotist hefur af verkefni Heimagistingarvaktar, sem hefur m.a. leitt til aukinnar fylgni bæði einstaklinga og lögaðila við gildandi regluverk, tel ég mikilvægt að tryggja áframhaldandi fjármagn í verkefnið.“

Skráning heimagistingar fer fram með rafrænum hætti á www.heimagisting.is.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum