Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Meðferð stækkana á virkjunum í verndar- og orkunýtingaráætlun

Umhverfis- orku-, og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011.

Í frumvarpinu er lögð til sú breyting á 3. mgr. 3. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011, að stækkanir á virkjunum sem ekki hafa áhrif á óröskuð svæði þurfi ekki að fara í gegnum málsmeðferð rammaáætlunar. Með því að undanskilja stækkanir á virkjunum því ferli sem lög um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um verður hægt að hraða aflaukningu þeirra virkjana sem þegar eru í rekstri á landsvæðum sem búið er að taka ákvörðun um að heimila virkjanarekstur á. Verður þannig hægt að auka orkuvinnslu í landinu og stuðla að hraðari orkuskiptum eins og markmið er um.

„Ef við ætlum uppfylla okkar metnaðarfullu markmið í loftslagsmálum þá verðum við að nýta með náttúruauðlindir okkar með skynsamlegum hætti. Með þessum breytingum sem hér eru lagðar til á verndar- og orkunýtingaráætlun er hægt að hraða aflaukningu virkjana. Ég vona að sem flestir kynni sér frumvarpsdrögin og hlakka til að sjá þau svör sem berast í samráðsgáttina,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Frestur til að skila inn umsögnum um frumvarpsdrögin er til og með 7. mars nk.

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum