Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2022 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra á fundi evrópskra ráðherra vegna stöðunnar í Úkraínu

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra ásamt kollegum frá Noregi og Liechtenstein - mynd

Ráðherrar dóms- og innanríkismála á ESB og Schengen-svæðinu hittust á fundi í dag, sunnudag, í Brussel til að ræða viðbrögð við innrás Rússlands í Úkraínu. Ráðherrar ræddu mannúðaraðstoð, flóttamannamál, vegabréfsáritanamál og öryggi ytri landamæra Schengen-svæðisins. Jón Gunnarsson. dómsmálaráðherra, sótti fundinn fyrir Íslands hönd og fordæmdi aðgerðir Rússlands og ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu. Ráðherrarnir fordæmdu allir sem einn aðgerðir Rússa og ítrekuðu stuðning og samábyrgð með Úkraínu. Jón Gunnarsson upplýsti um veitta mannúðaraðstoð íslenskra stjórnvalda í formi fjárframlags. Þá tilkynnti ráðherrann einnig að Ísland myndi fylgja fordæmi Evrópusambandsins í vegabréfsáritanamálum og rifta áritanasamningi við rússnensk yfirvöld. Ráðherrann lagði jafnramt áherslu á að Ísland myndi sýna samábyrgð og styðja úkraínska einstaklinga sem hefðu þörf fyrir vernd.

Extraordinary Justice and Home Affairs Council, 27 February 2022

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum