Hoppa yfir valmynd
3. mars 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins

Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar sl. en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. Tveir umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka.

Umsækjendur eru eftirtalin:

  • Ásdís Halla Bragadóttir, settur ráðuneytisstjóri
  • Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri
  • Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Ragnhildur Ágústsdóttir, sölustjóri
  • Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri
  • Sigurður Erlingsson, viðskiptafræðingur

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar í stöðuna frá 1. maí, til fimm ára. Ráðherra hefur skipað nefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila skýrslu til ráðherra. Í nefndinni sitja:

  • Margrét Einarsdóttir, formaður
  • Gunnar Björnsson
  • Heiðrún Jónsdóttir 

Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, er í umboði ráðherra settur ráðuneytisstjóri til þess að annast skipunarferlið.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum