Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skýrsla starfshóps um orkumál á Vestfjörðum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt skýrslu starfshóps um stöðu orkumála á Vestfjörðum. Skýrslan hefur verið kynnt fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og á málstofu um orkumál á Vestfjörðum sem haldin var á Ísafirði 6. apríl af Vestfjarðastofu fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfjarða.

Þáverandi ráðherra orkumála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skipaði í fyrra starfshóp um orkumál á Vestfjörðum. Starfshópurinn sem var skipaður heimamönnum og sérfræðingum var fenginn til þess að greina stöðuna heildstætt og fara yfir mögulegar lausnir til úrbóta í raforkumálunum.

Starfshópurinn leggur í tillögum sínum áherslu á að vinna að úrbótum og verkefnum sem snerta nánast alla hluta raforkukerfisins. Þar er enn fremur fjallað um virkjanakosti á Vestfjörðum, flutning og dreifingu raforku og framtíðarspá um orkunotkun svæðisins.

Skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum