Hoppa yfir valmynd
12. maí 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga er í dag 12. maí

Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga er í dag 12. maí - myndLandsdpítali/Þorkell

Hjúkrunarfræðingar um allan heim halda í dag upp á alþjóðadag hjúkrunarfræðinga til að varpa ljósi á framlag hjúkrunarfræðinga til samfélagsins og mikilvægi starfa þeirra. Dagurinn er fæðingardagur bresku hjúkrunarkonunnar Florence Nightingale, oft kölluð „konan með lampann“ sem var brautryðjandi á sviði nútímahjúkrunar. Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga beinir því til stjórnvalda víðsvegar að fjárfesta í hjúkrun. Það sé grundvallaratriði til að mæta sívaxandi þörf fyrir heilbrigðisþjónustu og takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir boðskap alþjóðadagsins mikilvægan og ljóst að framtíð íslenska heilbrigðiskerfisins eigi mikið undir því að tryggja menntun og mönnun þessarar mikilvægu stéttar: „Ég vil jafnframt nýta tækifærið í tilefni dagsins og færa hjúkrunarfræðingum þakkir fyrir störf þeirra í heilbrigðisþjónustu við landsmenn.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum