Hoppa yfir valmynd
15. september 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Drög að frumvarpi um breytingu á raforkulögum til kynningar í samráðsgátt

Umhverfis- orku-, og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003.

Frumvarpinu er ætlað að skýra lagaheimild dreifiveitna til að innheimta viðbótarkostnað sem tenging nýs viðskiptavinar hefur í för með sér svo hann falli ekki á aðra notendur dreifikerfis. Þannig er stefnu raforkulaga um gegnsæi í gjaldskrármálum og jafnræði notenda raforkukerfisins framfylgt.

Sambærileg heimild er til staðar í lögunum fyrir tengingar flutningskerfis og er því með frumvarpinu, verði það að lögum, gætt samræmis í raforkukerfinu öllu varðandi heimild til innheimtu viðbótarkostnaðar.

Frestur til að skila inn umsögnum um frumvarpsdrögin er til og með 27september 2022.

Drög að frumvarpi um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 (viðbótarkostnaður)

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum