Hoppa yfir valmynd
27. september 2022 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þingmannanefnd um málefni barna

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Svandís Ingimundardóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra - mynd

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað þingmannanefnd um málefni barna árin 2022-2025. Nefndin vinnur að endurskoðun lagaumhverfis og stefnumótun í málefnum barna og innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Nefndin var fyrst skipuð árið 2018 og er nú endurskipuð til næstu þriggja ára. Þingflokkum gafst kostur á að tilnefna tvo þingmenn í nefndina, aðalmann og varamann, en auk fulltrúa allra þingflokka var jafnframt óskað eftir áheyrnarfulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þingmannanefndin er þannig skipuð:

Aðalmenn:

  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður nefndarinnar, tilnefnd af Framsóknarflokknum
  • Berglind Ósk Guðmundsdóttir, tilnefnd af Sjálfstæðisflokknum
  • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, tilnefnd af Vinstrihreyfingunni – grænu framboði
  • Eyjólfur Ármannsson, tilnefndur af Flokki fólksins
  • Gísli Rafn Ólafsson, tilnefndur af Pírötum
  • Guðbrandur Einarsson, tilnefndur af Viðreisn
  • Helga Vala Helgadóttir, tilnefnd af Samfylkingunni.

Varamenn:

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttir, tilnefnd af Flokki fólksins
  • Jóhann Friðrik Friðriksson, tilnefndur af Framsóknarflokknum
  • Kári Gautason, tilnefndur af Vinstrihreyfingunni – grænu framboði
  • Oddný G. Harðardóttir, tilnefnd af Samfylkingunni
  • Vilhjálmur Árnason, tilnefndur af Sjálfstæðisflokknum
  • Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, tilnefnd af Viðreisn.

Með hópnum starfa sérfræðingar mennta- og barnamálaráðuneytisins og er þar Silja Stefánsdóttir starfsmaður nefndarinnar. Áheyrnarfulltrúi er Svandís Ingimundardóttir f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum