Hoppa yfir valmynd
30. september 2022 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Sendinefnd nýsköpunar, háskóla og rannsókna til Singapúr í nóvember

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, skipuleggur ferð sendinefndar til Singapúr í nóvember. Áhersla er lögð á sköpun starfa í þekkingarsamfélagi og verður ferðin farin dagana 7.-11. nóvember í samstarfi við Íslandsstofu.

Megináherslur heimsóknarinnar eru nýsköpun, háskólar og rannsóknir, hvernig leiða megi saman þekkingu og atvinnulíf og hvernig læra megi af stefnu stjórnvalda í Singapúr á því sviði. Einnig munu tækifæri gefast til fyrirtækjaheimsókna og -kynninga. 

Undanfarin ár hefur Singapúr staðið fremst þjóða á sviði háskóla-, nýsköpunar- og tækniumhverfis. Stjórnvöld þar í landi hafa, í samvinnu við atvinnulífið, byggt upp veigamikið þekkingarsamfélag þar sem alþjóðasamstarf er haft að leiðarljósi. Stuðningur stjórnvalda, skýr markmið og aðgerðir hafa ár eftir ár leitt til þess að landið sitji í efstu sætum á sviði samkeppnishæfni og á lista yfir hinar svokölluðu snjallborgir heimsins. 

Undirbúningur er þegar hafinn að dagskrá, viðburðum og kynningu á vettvangi háskóla, hugvits og nýsköpunar. 

Aðilar sem hafa áhuga á að taka þátt og nýta þetta tækifæri til þess að efla tengsl við landið eru beðin um að fylla út skráningarform Íslandsstofu.

Nánari upplýsingar veita Árni Alvar Arason, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga (arni@islandsstofa.is) og Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri á sviði hugvits og tækni (jarthrudur@islandsstofa.is). 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum