Hoppa yfir valmynd
3. október 2022 Forsætisráðuneytið

Samráðsfundir starfshóps gegn hatursorðræðu

Starfshópur gegn hatursorðræðu hefur á undanförnum vikum hitt fulltrúa hagsmunasamtaka og sérfræðinga á sérstökum samráðsfundum. Fundirnir voru vel sóttir en alls tóku þátt fulltrúar frá á þriðja tug samtaka.

Starfshópurinn var skipaður af forsætisráðherra þann 16. júní sl. til að bregðast við vísbendingum um vaxandi hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Auk almennra umræðna var á samráðsfundunum sérstaklega óskað eftir upplýsingum frá samtökunum um hvað að þeirra mati mætti betur fara í málaflokknum og til hvaða aðgerða þau telji að grípa skuli til. 

Þann 25. október nk. verður opinn fundur um málefnið þar sem fólki gefst færi á að fræðast og ræða hugmyndir og aðgerðir til að sporna við þróuninni. Nánari upplýsingar um fundinn og skráningu á hann verða birtar á næstunni.

Vinna starfshópsins á þessum tímapunkti felst í að afmarka verkefnin nánar eftir samtal við hagsmunasamtök. Starfshópnum er ætlað að vinna að því að ná fram samhæfðum aðgerðum gegn hatursorðræðu, m.a. vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar, með heildstæðri nálgun og mun hópurinn skila af sér fyrir áramót.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum