Hoppa yfir valmynd
11. október 2022 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Stjórn samráðsvettvangs skipuð um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga ​

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað, í fyrsta sinn, stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Skipun stjórnarinnar er í takt við markmið og umræðu um að huga betur að samskiptum og samvinnu varðandi þekkingu á loftslagsmálum, t.a.m. út frá markmiðasetningu fyrir samhæfingu rannsókna og upplýsingagjafar í stefnu um aðlögun að loftslagsbreytingum og eins greiningu Loftslagsráðs og Stofnun Sæmundar fróða Þekking í þágu loftslagsmála.

Samráðsvettvangurinn á að þjóna sem rými fyrir ýmis konar fundi og viðburði til þess að samhæfa skipulag rannsókna og miðlun þeirra. Vettvangurinn á m.a. að hvetja til samræðu um áherslur og samstarf í greiningum og rannsóknarstarfi vegna áhrifa loftslagsbreytinga og tryggja yfirsýn og styðja við upplýsingagjöf vegna þekkingarsköpunar um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru, samfélag, lífríki og haf umhverfis Ísland. Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands starfrækir vettvanginn en skrifstofan á meðal annars að tryggja samantekt gagna og upplýsinga frá fagstofnunum og öðrum samstarfsaðilum og miðlun þeirra til almennings.

Samráðsvettvangurinn styðji við eflingu rannsókna, greininga og upplýsingagjafar

Í stjórn samráðsvettvangsins sitja fulltrúar tilnefndir af helstu rannsóknarstofnunum sem vinna að þekkingu á loftslagsbreytingum. Bindur ráðuneytið vonir við að starf á vegum hins nýja samráðsvettvangs geti stutt við eflingu rannsókna, greininga og upplýsingagjafar vegna áhrifa loftslagsbreytinga og úrvinnslu þeirra vinnu vísindanefnda, en vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur verið að störfum síðan árið 2021.  Gert er  ráð fyrir útgáfu nýrrar skýrslu frá Vísindanefndinni á næsta ári.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra:  „Stóra aðlögunarverkefnið fram undan er að tryggja þekkingu okkar á margvíslegum beinum og afleiddum áhrifum loftslagsbreytinga. Til þess þurfa öll sem koma að því breiða viðfangsefni, hvort sem þau búa til upplýsingar eða nýta upplýsingar, að geta átt reglulegt samtal. Ég treysti því að stjórn samráðsvettvangsins skapi gott umhverfi fyrir þessa þörfu umræðu um áhrif loftslagsbreytinga og nauðsynlega uppbyggingu innlendrar þekkingar vegna þeirra.

 

Stjórnina skipa þau:

Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri loftslagsþjónustu og aðlögunar, sem er formaður stjórnar.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor

Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður

Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri,

Snorri Sigurðsson, sviðsstjóri

Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri

Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri

 

Varafulltrúar:

Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags,

Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsóknastjóri

Ólafur Páll Jónsson, prófessor

Hlynur Bárðarson, líffræðingur

Anna Sveinsdóttir, sviðsstjóri

Nicole Keller, teymisstjóri

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri

 

Stjórn samráðsvettvangsins er skipuð til eins árs.

  • Stjórn samráðsvettvangs skipuð um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga  ​ - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum