Hoppa yfir valmynd
17. október 2022 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Sótti ársfundi AGS og Alþjóðabankans

Frá fundi Alþjóðabankans sem fjármála- og efnahagsráðherra sat, en forseti Úkraínu ávarpaði fundinn.  - myndMynd/World Bank

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sótti ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington, DC, í síðustu viku. Á fundunum mætast fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar flestra ríkja heims ásamt leiðtogum alþjóðlegra fjármálastofnana.

Versnandi alþjóðlegar hagvaxtarhorfur vegna erfiðrar stöðu orkumála, hárrar verðbólgu, hækkandi vaxta og óstöðugleika á fjármálamörkuðum voru meginumræðuefni fundanna. Auk þess ræddi fjármála- og efnahagsráðherra sérstaklega um hlutverk fjármálaráðuneyta vegna loftslagsbreytinga og stuðning ríkja heims við Úkraínu.

Á fundunum kom skýrt fram hversu öfundsverð staða Íslands væri um þessar mundir vegna nægrar endurnýjanlegrar orku auk þess þær umbætur sem gerðar hafa verið á umgjörð hagstjórnarinnar, þ.m.t. með lögum um opinber fjármál og innleiðingu þjóðhagsvarúðartækja, stuðluðu að viðnámsþrótti hagkerfisins. Þessi sterka staða birtist í því að verðbólga á mælikvarða samræmdrar vísitölu neysluverðs er sú lægsta hér á landi í Evrópu að Sviss undanskildu, ráðstöfunartekjur allra tekjutíunda hafa vaxið mikið á þessu kjarasamningstímabili og skuldir ríkissjóðs eru lágar í alþjóðlegum samanburði og fara lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu þrátt fyrir mikinn stuðning opinberra fjármála við heimili og fyrirtæki í faraldrinum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum