Hoppa yfir valmynd
21. október 2022 Heilbrigðisráðuneytið

Fyrsti hópur hjúkrunarfræðinga útskrifast af nýrri námsleið

Frá brautskráningu hjúkrunarfræðinganna við Háskóla Íslands í dag - mynd

Í dag voru brautskráðir frá Háskóla Íslands 14 hjúkrunarfræðingar af nýrri námsleið fyrir fólk sem áður hefur lokið háskólagráðu í öðru fagi en hjúkrun. Námsleiðin er skipulögð sem sex missera nám í að uppfylltum forkröfum, 11 mánuðir hvort ár og er klínísk kennsla þar meðtalin. Námið veitir BS gráðu og telur 240 einingar.

Með þessari nýju námsleið gefst fólki sem lokið hefur háskólanámi (BS, BA eða Bed) kostur á að ljúka hjúkrunarnámi á skemmri tíma en ella, uppfylli það inntökuskilyrði. Námið er kjörið fyrir fólk sem langar að breyta um starfsvettvang. Eins og fram kemur á vef Háskóla Íslands er það fjölbreytt og krefjandi og veitir undirbúning fyrir hjúkrunarstörf af margvíslegum toga og einnig stjórnunarstörf.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum